Sturla Böđvarsson
sturla@sturla.is

Alţingi
563 0500

Fréttir:

ÖRYGGISMÁL SJÓMANNA OG VERKEFNI RANNSÓKNARNEFNDAR SJÓSLYSA

12. apríl 2002
Ţegar ég tók viđ embćtti samgönguráđherra einsetti ég mér ađ efla alla ţćtti sem lúta ađ öryggismálum sjómanna. Ađ ţví hefur veriđ unniđ af hálfu ráđuneytisins í samstarfi margra ađila.
Dagblađiđ hefur ađ undanförnu gert tilraunir til ţess ađ gera starfsemi Rannsóknarnefndar sjóslysa tortryggilega. Ekki er ljóst hver tilgangurinn er međ ţeim skrifum. Ţađ er hins vegar ágćtt ađ blađiđ hafi sérstakan áhuga á ađ vekja athygli á mörgum og mikilvćgum verkefnum samgönguráđuneytisins. Ţar er af mörgu ađ taka sem nauđsynlegt er ađ kynna. Viđkomandi blađamenn virđast ekki hafa áttađ sig á ţeim mikilvćgu breytingum, sem hafa orđiđ á sjóslysarannsóknum og öryggismálum sjófarenda ţađ sem af er ţessu kjörtímabili, undir minni forystu. Vegna ţess hversu öryggismál sjófarenda hafa veriđ mikiđ til umfjöllunar í ráđuneytinu er rétt ađ vekja athygli lesenda á nokkrum stađreyndum ţar um.

Gildistaka reglugerđarinnar um sleppibúnađ björgunarbáta.
Sjálfvirkur sleppibúnađur er án efa eitt mikilvćgasta björgunartćkiđ um borđ í fiskiskipum. Búnađurinn var upphaflega lögfestur međ reglugerđ frá árinu 1982, ţar sem kveđiđ var á um handvirkan fjarstýrđan búnađ og sjálfvirkan búnađ. Ţessi búnađur átti ađ vera kominn í öll ţilfarsskip áriđ 1984. Miklar deilur urđu um kröfur til búnađarins og túlkun á ţeim, sem varđ til ţess ađ nýjar reglur voru settar áriđ 1988, ţar sem Iđntćknistofnun var faliđ ađ ţróa prófunarađferđ. Enginn búnađur fékk viđurkenningu á grundvelli reglnanna og voru nýjar reglur um sjálfvirkan sleppibúnađ settar áriđ 1994 ţar sem heimild Siglingastofnunar til ađ viđurkenna búnađ var aukin. Ţeim reglum var frestađ međ eftirfarandi reglugerđum: 14/1995, 18/1996, 359/1996 og 705/1996. Nýjum reglum frá 1997 var ćtlađ ađ auđvelda gildistöku ákvćđa um sjálfvirkan sleppibúnađ, en var engu ađ síđur frestađ tvisvar áriđ 1998, í síđara skiptiđ til 1. janúar 2000. Ég ákvađ hins vegar tveimur mánuđum eftir ađ ég varđ samgönguráđherra ađ flýta gildistökunni til 1. september 1999 og taldi ráđuneytiđ ţá ađlögun sem gefin var vera nćgilega. Svo reyndist vera og náđist góđ sátt um framkvćmdina. Ţar međ var stórum áfanga náđ í öryggismálum sjómanna á Íslandi. Ţađ, ađ koma sjálfvirkum sleppibúnađi í öll ţau skip sem reglurnar náđu til, var mikiđ verk og kostnađarsamt fyrir útgerđirnar.

Samningur viđ Slysavarnafélagiđ Landsbjörgu.
Á síđasta ári var undirritađur samningur milli samgönguráđherra og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Samningurinn felur í sér skilgreiningu á ţeim verkefnum sem Slysavarnafélagiđ tekur ađ sér og jafnframt eru skilgreind ţau framlög sem ríkiđ leggur til ţeirra verkefna sem félagiđ annast til viđbótar viđ hefđbundin verkefni á sviđi öryggis- og björgunarmála. Ţessi samningur var tímamótasamningur og ber ađ fagna ţví hversu gott samstarf hefur tekist milli ráđuneytisins og Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Helstu ţćttir samkomulagsins eru:
**Umsjón og rekstur Slysavarnaskóla sjómanna,
**Rekstur Tilkynningaskyldu íslenskra skipa,
**Rekstur ţjálfunar og frćđslumiđstöđvar ađ Gufuskálum,
**Rekstur björgunarbáta,
Međ samningnum eru ţau verkefni skilgreind sem framlög ríkisins renna til. Megin markmiđ samningsins er ađ stuđla ađ bćttu öryggi íslenskra skipa og ţeirra sem sjómennsku stunda međ ţví ađ tengja saman međ formlegum hćtti afl og kunnáttu Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hina stjórnskipulegu ábyrgđ og markmiđssetningu ráđuneytisins.


Langtímaáćtlun í öryggismálum sjófarenda.
Í upphafi starfs míns sem samgönguráđherra setti ég af stađ vinnu viđ gerđ langtímaáćtlunar í öryggismálum sjófarenda. Lagđi ég fyrir ţingiđ sérstaka tillögu sem var samţykkt sem ályktun Alţingis. Á árinu 2001 voru veittar 10 milljónir til ţess ađ framkvćma ályktunina og á ţessu ári voru á fjárlögum veittar 15 milljónir króna til ţessa málefnis sem Siglingastofnun fer međ og hefur skipulagt í samstarfi viđ fjölmarga ađila. Unnin hefur veriđ skýrsla um framvindu ţessa mikilvćga verkefnis og lögđ fyrir Alţingi. Geta menn kynnt sér verkefnin, sem unniđ er ađ í ţeirri skýrslu, en hún er auk ţess ađgengileg á netinu á heimasíđu samgönguráđuneytisins.

Tilgangur međ ţingsályktun um langtímaáćtlun í öryggismálum sjófarenda er ađ hrinda af stađ átaki í öryggismálum sjófarenda og ađ unniđ verđi í fyrsta áfanga eftir sérstakri áćtlun í ţeim málum á árunum 2001 til og međ 2003. Markmiđ áćtlunarinnar er ađ treysta öryggi íslenskra skipa og áhafna ţeirra, sem og farţega á íslenskum skipum, og skipum sem sigla í íslenskri efnahagslögsögu. Stefnt er ađ ţví ađ skilgreina hlutverk ţeirra sem vinna ađ öryggismálum sjófarenda og ađ slysum til sjós fćkki fram til ársins 2004.

Rannsóknarnefnd sjóslysa efld međ nýrri löggjöf, bćttri ađstöđu og auknu starfi.
Allt starf Rannsóknarnefndar sjóslysa hefur veriđ endurskipulagt í kjölfar nýrra laga sem ég beitti mér fyrir ađ vćru sett um rannsóknir sjóslysa á árinu 2000. Jafnframt hafa fjárveitingar til starfs nefndarinnar veriđ auknar. Allt tal um vandrćđi nefndarinnar vegna fjárskorts eiga ekki viđ rök ađ styđjast eins og nefndarmenn hafa greint frá opinberlega. Međ flutningi nefndarinnar í húsnćđi Flugmálastjórnar viđ flugvöllinn í Stykkishólmi er veriđ ađ spara nefndinni og ţar međ ríkissjóđi leigu á húsnćđi á dýrasta stađ í höfuđborginni, en nefndin var í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Jafnframt ţví ađ ráđa framkvćmdastjóra til nefndarinnar hefur veriđ ráđinn annar starfsmađur, sem vinnur ađ rannsóknum, auk ţess sem fyrrverandi starfsmađur RNS var ráđinn til ţess ađ skrá og yfirfara gögn vegna sjóslysa síđustu áratuga. Um ţađ verkefni var gerđur sérstakur samningur sem viđkomandi starfsmanni er auđvitađ gert ađ standa viđ. Ţađ verkefni er liđur í ţví ađ rannsaka og greina orsakir slysa. Allt miđar ţetta aukna og endurbćtta starf viđ sjóslysarannsóknir ađ ţví takmarki ađ draga úr ţeim hćttum sem valda sjóslysum og ađ auđvelda rannsóknir vegna sjóslysa.
Fjárveitingar til RNS eru miđađar viđ venjubundna starfsemi. Verđi slys, sem kallar á kostnađarsama rannsókn, eru fengnar sérstakar fjárveitingar til ţeirra verkefna. Sama gildir um rannsóknir flugslysa. Tilraunir einstakra fjölmiđla, til ţess ađ gera starf Rannsóknarnefndar sjóslysa tortryggilegt, eru óskiljanlegar og sýna á hvers konar villigötum sumir fjölmiđlar eru. Ég hvet áhugamenn um öryggismál sjómanna til ţess ađ kynna sér stöđu ţessara mála međ ţví ađ leita upplýsinga hjá Siglingastofnun og Rannsóknarnefnd sjóslysa. Stefna ráđuneytisins er skýr og hún kemur fram í stórauknum ađgerđum á sviđi öryggismála.
SB
 
 
Efni hvers mánađar
2012
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2011
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2010
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2009
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2008
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2007
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2006
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2005
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2004
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2003
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2002
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2001
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2000
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
Áskrift ađ fréttum:
Smelltu hér