Sturla Böđvarsson
sturla@sturla.is

Alţingi
563 0500

Fréttir:

Ráđstefna um öryggi og heilsu sjómanna

3. október 2002
Setningarávarp samgönguráđherra á ráđstefnu um öryggi og heilsu sjómanna 3. október 2002
Ágćtu ráđstefnugestir.

Sjómennskan er ólík öllum öđrum störfum. Vinnustađur sjómannsins er hafiđ međ öllum ţeim áhrifum veđurs og sjóslags sem ţví fylgja. Hćtturnar leynast víđa og slys á sjó eru of tíđ. Svo árangur náist í fćkkun slysa verđa yfirvöld og hagsmunaađilar ađ taka höndum saman. Öryggisvika sjómanna er liđur ţeirri baráttu. Ţessi fyrsta öryggisvika hefur tekist vel og er ţađ trú mín og von ađ hér eftir verđur hún árviss viđburđur. Ţví forvarnir slysa byggja í höfuđatriđum á frćđslu og aftur frćđslu, upprifjun og aftur upprifjun. Vika sem ţessi á ađ minna sjómenn á ađ ţjálfuđ, örugg og skjót viđbrögđ áhafnar skiptir öllu máli ţegar slys ber ađ höndum.

Betur má ef duga skal. Leita verđur allra leiđa til ađ fćkka slysum á sjó. Međ ţađ ađ markmiđi lagđi ég fram á Alţingi ţingsályktunartillögu um langtímáćtlun í öryggismálum sjómanna sem samţykkt var áriđ 2001 og gildir í fyrsta áfanga til 2003. Ţar er megináherslan lögđ á fyrirbyggjandi ađgerđir, t.d. međ ţví ađ auka vitund sjómanna um slysahćttu, virkja eftirlit útgerđa og áhafna međ öryggismálum í skipum og svo mćtti lengi telja.
Einnig beitti ég mér fyrir breytingu á lögum um rannsóknir sjóslysa og ráđuneytiđ hefur lagt ríka áherslu á ađ efla Rannsóknarnefnd sjóslysa. Tilgangur nýrra laga um Rannsóknarnefnd sjóslysa er ađ efla starf og sjálfstćđi rannsóknarnefndarinnar. Einnig er ţađ nýmćli ađ nefndinni ber, í niđurstöđum sínum, ađ koma međ tillögur til úrbóta sem byggđar eru á niđurstöđu hverrar rannsóknar en vandađar rannsóknir á slysum skipta miklu um forvarnir.

Síđar í dag munum viđ heyra um rannsóknir Lovísu Ólafsdóttur um áhrif svefnmynsturs á heilsu sjómanna. Sú rannsókn hefur vakiđ athygli mína. Ég tel mikilvćgt ađ fylgja ţessari rannsókn eftir og nýta niđurstöđur hennar sem best. Hef ég ákveđiđ ađ styđja frekari rannsóknir og úrfinnslu ţeirra í samvinnu viđ Rannsóknarnefnd sjóslysa.

Slysavarnaskóli sjómanna hefur lyft Grettistaki í frćđslu um öryggismál sjómanna. Međ markvissri ţjálfun og notkun öryggisbúnađar um borđ hefur međ skipulögđum hćtti veriđ unniđ ađ fćkkun slysa. Til ađ sannreyna ţetta hef ég ákveđiđ ađ fela Rannsóknarnefnd sjóslysa ađ gera úttekt á áhrifum ţjálfunar í Slysavarnaskóla sjómanna á björgun úr sjávarháska.

Til ađ leggja skólanum liđ er ţađ mér sönn ánćgja ađ afhenda skólastjóra hans, Hilmari Snorrasyni, ţetta gjafabréf. Međ bréfi ţessu gefur samgönguráđuneytiđ Slysavarnaskóla sjómanna fjarskiptabúnađ í ţrjá björgunarbáta sem eru í eigu skólans. Er ţađ von mín ađ gjöfin komi skólanum ađ góđum notum og verđi honum til heilla.

Ég vćnti ţess ađ ráđstefnan verđi okkur öllum til gagns og ţađ er mér heiđur ađ fá ađ bjóđa ráđstefnugestum veitingar í lok annasams dags.

Ég segi ráđstefnu um “öryggi og heilsu sjómanna um borđ”, SETTA.
jhg
 
 
Efni hvers mánađar
2012
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2011
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2010
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2009
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2008
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2007
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2006
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2005
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2004
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2003
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2002
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2001
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
2000
janfebmaraprmaíjún
júlágúsepoktnóvdes
Áskrift ađ fréttum:
Smelltu hér