Sturla hélt erindi á málstofu í Viðskiptaháskólanum á Bifröst fyrr í dag. Í erindi sínu fjallaði hann um tækifærin sem blasa við á sviði fjarskipta og ferðamála. Málstofan var mjög vel sótt af nemendum og starfsmönnum skólans, en u.þ.b. 130 manns sóttu fundinn.
Eftir framsöguerindi Sturlu komu fyrirspurnir úr sal, og má segja að helst hafi brunnið á fundarmönnum að fá nánari svör að ýmsu er lítur að fjarskiptamálum. Spurt var um þriðju kynslóð farsíma, aðskilnað grunnnetsins frá annarri fjarskiptaþjónustu Símans, samkeppnismál á fjarskiptasviði og fleira. Fundurinn tókst í alla staði mjög vel og var hinn málefnalegasti.