Síðastliðinn fimmtudag var samgönguráðherra ásamt fríðu föruneyti á ferð um Snæfellsnes.
Þegar komið var í Borgarnes, var knúið dyra hjá umdæmisstjóra Vegargerðarinnar þar í bæ, Magnúsi Val. En Vegargerðin stendur meðal annars að framkvæmdum á Snæfellsnesvegi um Kolgrafarfjörð.  Góðfúslegt leyfi umdæmisstjóra fékkst fyrir því að aka veginn en ráðgert er að opna hann í lok mánaðarins.

Litið var við á hótel Búðum en þar hitti föruneytið fyrir Kristinn, bæjarstjóra Snæfellsbæjar og Björn Arnaldsson, hafnarstjóra í Snæfellsbæ. Mikil var fegurðin á þessum fallega degi og gátu ferðalangar ekki stillt sig um að mynda sig með hinn ægifagra Snæfellsjökul í baksýn.











Næst leiddi hafnarstjóri Snæfellsbæjar föruneytið um hafnir á svæðinu. Fyrst var höfnin á Arnarstapa skoðuð, en nýverið var unnið að endurbótum á uppsátri fyrir smábáta ásamt því að komið var fyrir nýjum raflögnum og húsi undir ljósamastur og vatnsafgreiðslu.












Sturla ásamt Birni hafnarstjóra, Hermanni siglingamálastjóra, Ragnhildi ráðuneytisstjóra og Kristni bæjarstjóra

Í beitingaskúrnum við

höfnina á Arnarstapa

Hafnirnar Hellnum, Rifi, Ólafsvík og Grundarfirði voru skoðaðar en framkvæmdir ýmist standa yfir, eru áætlaðar, eða er nýlokið















Unnið á fullu í steypuvinnu við höfnina á Rifi

Til stendur að hefja framkvæmdir við að endurbyggja stóru trébryggjuna á Ólafsvík

Hópurinn fékk góðar móttökur í Grundarfirði, en á síðasta ári lauk framkvæmdum við að lengja „stóru“ bryggjuna þar á bæ.

Fulltrúar úr bæjar- og hafnarstjórn Grundarfjarðar leiddu hópinn um höfnina og skýrðu frá þeim breytingum sem orðið höfðu á höfninni og bæjarfélaginu með endurbótum á „stóru“ bryggju Grundarfjarðarhafnar. Bæjarfélagið hefur verið í sókn og hefur meðal annars unnið að markaðssetningu hafnarinnar og reynt að koma henni á framfæri, og þeirri aðstöðu og þjónustu sem grundfirsk fyrirtæki bjóða upp á. Sem dæmi um þetta má nefna að höfnin tók þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni árið 1999 og 2002 og til stendur að taka þátt árið 2005. Einnig er höfnin meðlimur í samtökunum Cruise Iceland, en tilgangurinn er að markaðssetja höfnina og auka þannig komur skemmtiferðaskipa til hafnarinnar. Markaðssetningin virðist vera að skila sér en í sumar höfðu 13 skemmtiferðarskip viðkomu við höfnina, þeim fjölgar um 7 frá sumrinu 2002. 

Ánægjulegt var að sjá þá atorku og bjartsýni sem virtist einkenna þá íbúa á Snæfellsness sem hópurinn hitti á blíðviðrisdegi á fegursta landi í heimi.