Samgönguráðherra er á ferð um Vestfirði fyrri hluta vikunnar. Ráðherra hyggst fara „Vestfjarðahringinn“ og hitta heimamenn, frá Reykhólum og réttsælis þaðan til Hólmavíkur. Með ráðherra í för eru m.a. ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis, vegamálastjóri og fleiri. Ferðinni lýkur á miðvikudagskvöld.