Sturla Böðvarsson hefur ráðið Braga Baldursson flugvélaverkfræðing í stöðu aðstoðarforstöðumanns rannsóknarnefndar flugslysa frá 1. október 2005.

Bragi er með MS gráðu frá Virginia Polytechnic Institute Í Bandaríkjunum en áður hafði hann lokið BS gráðu í flugvélaverkfræði við Iowa State Universitiy í Bandaríkjunum

Síðastliðin tvö ár hefur Bragi gengt stöðu deildarstjóra verkfræðideildar Icelandair Technical Services (ITS) sem sér um viðhald flugvéla Flugleiða.

Rannsóknarnefnd flugslysa (RNF) starfar í samræmi við lög um rannsókn flugslysa nr. 35/2004. Nefndin annast rannsókn flugslysa, flugatvika og flugumferðaratvika samkvæmt ofangreindum lögum og alþjóðasamþykktum sem Ísland er aðili að. RNF starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Markmið með störfum nefndarinnar er að greina orsakaþætti flugslysa í því skyni að koma í veg fyrir að flugslys endurtaki sig og stuðla að því að öryggi í flugi megi aukast.

Sjá heimasíðu RNF www.rnf.is