Samgönguráðherra heldur almennan fund um samgöngumál á veitingastaðnum Við Árbakkann á Blönduósi á fimmtudaginn kemur, þ.e. 5. september, kl. 20.30. Fundurinn er opinn og eru allir að sjálfsögðu velkomnir. Fyrst mun ráðherra halda framsögu um stöðu mála er tilheyra hans málaflokki, þ.e. ferðamál, fjarskipti, flugmál, hafnamál og vegamál. Þá mun fundargestum gefast færi á að leggja spurningar fyrir ráðherra.

Á fundinum verður boðið upp á kaffi.