Allir velkomnir á kynningu á Fjarskiptaáætlun til ársins 2010 í hátíðarsal Bifrastar klukkan 16:10 í dag.

 

Þar mun samgönguráðherra kynna stefnu stjórnvalda í fjarskiptamálum Íslendinga undir yfirskriftinni Altengt Ísland.  Með ráðherra í för verða Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri í samgönguráðuneytinu og Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst og fjarskiptastofnunar.

Kynningin í dag er sú fyrsta af 25 en til stendur að halda kynningarfundi víða um land í janúar, febrúar og mars. Nánar verður greint frá hverri kynningu hér á heimsíðunni.