Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, er nú staddur í Prag í Tékklandi, en þar verður haldinn, dagana 30. og 31. maí, árleg Evrópuráðstefna samgönguráðherra. Ráðstefna þessi er haldin á vegum OECD í samstarfi við ESB. 39 ríki eru fullgildir aðilar að ráðstefnunni, en að auki eru átta ríki með áheyrnarfulltrúa. Ísland hefur verið fullgildur aðili að ráðstefnunni síðan 1998. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vef OECD, www.ocde.org