Sturla Böðvarsson var gestur á vorfundi leiðsögumanna sem haldinn var í Reykjavík 15. maí s.l.
Félagsmenn beindu fjölmörgum fyrirspurnum til ráðherrans varðandi m.a. vegi, snjómokstur, tekjur af ferðamönnum, virkjanir, málefni hópferðabíla og leigubíla. Einnig voru réttindamál leiðsögumanna til umræðu en þeir leggja sem fyrr áherslu á viðurkenningu á námi sínu og löggildingu starfsréttinda.

Í máli ráðherrans kom m.a. fram að hann leggi áherslu á gott samstarf við Félga leiðsögumanna og hefur ákveðið að setja á laggirnar formlegan samstarfsvettvang ráðuneytis ferðamála og félagsins. Fyrsti fundur verður í lok háannatíma leiðsögumanna í haust.