Samgönguráðherra hefur staðfest nýjar snjómokstursreglur sem auka vetrarþjónustu Vegagerðarinnar.

Helstu breytingar eru þær að Brattabrekka verður mokuð alla dag. Þá hefur mokstursdögum verið fjölgað frá Búðardal að Brjánslæk, frá Bjarnarfirði að Gjögri, á Norðausturvegi, þ.e. frá Húsavík að Bakkafirði og á Breiðdalsheiðinni. Einnig verður Þverárfjall mokað tvo daga í viku vor og haust, háð snjóalögum.

Landakort með snjómokstursreglunum má sjá með því að smella hér.