Grein skrifuð í Morgunblaðið ORKUPAKKAR OG ÁÆTLUN UM ORKUMÁL
Síðan mín endurnýjuð
Það varð mikil bylting á samskiptasviðinu þegar ég opnaði sérstaka heimasíðu www.sturla.is árið 1999. Með því að skrifa á síðuna náði ég að koma á framfæri þeim verkefnum sem ég vann að bæði sem…
Mannlíf og menning á Snæfellsnesi
Telja verður líklegt að náttúrufegurðin á Snæfellsnesi hafi mótað mannlífið, menningu okkar og einnig myndlistina sem íbúar dást að, njóta og sumir leggja sitt til við að móta og hafa þá oftar en ekki fjöllin, fjörðinn og vötnin sem fyrirmynd.
Hótel Egilsens í Stykkishólmi
Skrifað fyrir eigendur Hótel Egilsens í Stykkishólmi í tilefni þess að hótelið var opnað.
Eins og fram kemur í Sögu Stykkishólms eftir sagnfræðingana Ólaf Ásgeirsson og Ásgeir Ásgeirsson sem kom út árið 1997 má rekja byggð og búsetu í Stykkishólmi til þess tíma er kaupmenn settust þar fyrst að árið 1596 og hófu verslunarrekstur. Þangað bárust menningaráhrif frá dönskum, þýskum og hollenskum kaupmönnum. Í upphafi byggðarinnar var það verslunin sem var aðal atvinnuvegur þeirra sem settust að í Stykkishólmi. Með vaxandi verslun og tengslum við hana hófst þilskipaútvegur frá Stykkishólmi og skaut þannig fleiri og sterkum stoðum undir þróun byggðarinnar sem var samt sem áður mjög tengd sveitunum á Snæfellsnesi, byggðinni við Breiðafjörð og eyjabúskapnum sem var sú gullkista sem skapaði auðlegðina í héraðinu.