Í ávarpi sínu við setningu samgönguþingsins sagði Sturla að endurskoðun samgönguáætlunar væri nú vandasamara verk en áður, markmiðin væru skýr en vandinn lægi í forgangsröðuninni og því hvernig tekna skuli aflað og hvaða kröfur skuli
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra kynnti framtíðarsýn sína á samgöngumál á samgönguþingi sem haldið var á Selfossi 5. apríl. Á þinginu var fjallað um helstu forsendur og markmið samgönguáætlunar 2007 til 2018 sem nú er í endurskoðun og leggja á fyrir Alþingi næsta haust.
Í ávarpi sínu við setningu samgönguþingsins sagði samgönguráðherra að endurskoðun samgönguáætlunar væri nú vandasamara verk en áður, markmiðin væru skýr en vandinn lægi í forgangsröðuninni og því hvernig tekna skuli aflað og hvaða kröfur skuli
1) Við verðum að efla innanlandsflugið með hinni bestu aðstöðu á flugvöllum landsins. Við gerum það ekki með því að leggja niður flugvöllinn í höfuðborginni.
2) Við verðum að tryggja framtíð millilandaflugsins á alþjóðaflugvellinum í Keflavík með skynsamlegu skipulagi, rekstri og eignarhaldi mannvirkja þar.
3) Við verðum að bæta afkomu og samkeppnisstöðu hafnanna með sameiningu í tíu eða tólf hafnasamlög fyrir landið allt.
4) Við verðum að sætta okkur við eðlilegan framkvæmdahraða við uppbyggingu vegakerfisins og
5) Við verðum að halda áfram að
Í ávarpi sínu sagði Sturla m.a. um innanlandsflugið að hann legði mikla áherslu á að innanlandsflugvöllur yrði áfram í höfuðborginni og yrði að
Ingimundur Sigurpálsson, formaður samgönguráðs, gerði grein fyrir helstu atriðum samgönguáætlunarinnar og nefndi að meðal breytinga frá fyrri áætlun væri að meðal markmiða um greiðari samgöngur væri að stytta ferðatíma. Þannig ætti ferð til næsta þjónustukjarna ekki að taka lengri tíma en klukkustund og ferð til höfuðborgarsvæðisins ekki lengri tíma en þrjár klukkustundir en var þrjár og hálf klukkustund áður.
Þá ræddi Þjóðverjinn Hartmut H. Topp, prófessor við tækniháskólann í
Af öðrum erindum samgönguþings má nefna að Þorgeir Pálsson flugmálastjóri, Jón Rögnvaldsson vegamálastjóri og Hermann Guðjónsson siglingastjóri ræddu helstu atriði í stefnumörkunar samgöngumála hver á sínu sviði. Einnig talaði Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, sem dró fram sjónarmið atvinnuvega og Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, og Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi í Reykjavík, ræddu áætlunina frá sjónarhóli sveitarstjórnarmanna. Bjarni Reynarsson, ráðgjafi hjá Landráði, fjallaði um ferðatíma, Axel Hall, hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun HÍ, ræddi aðferðir við forgangsröðun og Hreinn Haraldsson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Vegagerðarinnar, skýrði frá áætlunum um breytta gjaldtöku af umferð.