Bændablaðið gerir háhraðanetið og fjarskiptaþjónustu að umtalsefni í leiðara sínum. Rakið er hvernig Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt á útmánuðum yfir 20 fundi vítt og breitt um landið til að kynna fjarskiptaáætlunina.
Fram kemur í leiðara Bændablaðsins að íbúar séu ánægðir með framtak samgönguráðherra og að rétt sé hjá ráðherranum að fjarskipti, tölvur og sími, skipti landsbyggðina miklu máli. Í lok leiðara er látin í ljós sú ósk að með fjarskiptasjóð megi takast að jafna þann aðstöðumun sem ríki milli fólks í strjálbýli og þéttbýli. Aðgerðir stjórnvalda verði til þess að tryggja að raunverulegri samkmeppni verði komið á í þessum málum.
http://www.bondi.is/landbunadur/wgbi.nsf/Attachment/WEB_8_tbl_06/$file/WEB_8_tbl_06.pdf