Þann 25. júlí síðastliðinn var Bæringsstofa í Grundarfirði formlega opnuð af samgönguráðherra. Við það tækifæri var sett af stað myndasýning með ljósmyndum Bærings Cecilssonar, ljósmyndara í Grundarfirði úr bæjarlífinu í Grundarfirði og mannlífi á Snæfellsnesi.
Bæringsstofa er fyrsti áfangi Eyrbyggju – Sögumiðstöðvar í Grundarfirði. Sögumiðstöðin verður miðstöð sagnamenningar á Snæfellsnesi og nú þegar hafa nokkrar sýningar verið settar þar upp. Auk sýningarhalds er gert ráð fyrir að þarna verði upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn.

Myndirnar hér neðan til voru teknar við það tilefni af Guðjóni Elíssyni, en helgina 25-27. júlí var bæjarhátíð Grundfirðinga, „Á góðri stund í Grundarfirði “










 
 
 

Ráðherra opnar ljósmyndasýningu

Bærings Cecilssonar, í Bæringsstofu í Grundarfirði.

Sturla og Ásthildur dóttir hans, ásamt fleirum, fylgjast með myndasýningu.

Ingi Hans Jónsson segir háum sem lágum sögu.