Hótel Egilsens í Stykkishólmi

Skrifað fyrir eigendur Hótel Egilsens í Stykkishólmi í tilefni þess að hótelið var opnað.

Eins og fram kemur í Sögu Stykkishólms eftir sagnfræðingana Ólaf Ásgeirsson og Ásgeir Ásgeirsson sem kom út árið 1997 má rekja byggð og búsetu í Stykkishólmi til þess tíma er kaupmenn settust þar fyrst að árið 1596 og hófu verslunarrekstur. Þangað bárust menningaráhrif frá dönskum, þýskum og hollenskum kaupmönnum. Í upphafi byggðarinnar var það verslunin sem var aðal atvinnuvegur þeirra sem settust að í Stykkishólmi. Með vaxandi verslun og tengslum við hana hófst þilskipaútvegur frá Stykkishólmi og skaut þannig fleiri og sterkum stoðum undir þróun byggðarinnar sem var samt sem áður mjög tengd sveitunum á Snæfellsnesi, byggðinni  við Breiðafjörð og eyjabúskapnum sem var sú gullkista sem skapaði auðlegðina í héraðinu.

Lesa meira