Bolvíkingar eru fyrstir landsmanna til að sjá stafrænar sjónvarpsútsendingar með ADSL tækni. Samgönguráðherra var á staðnum og fagnaði með heimamönnum.

Óhætt er að segja að Bolvíkingar hafi fjölmennt á uppákomu hjá Símanum og Skjá einum sem haldin var í félagsheimili heimamanna.

Uppákoman var í tilefni af því að stafrænar sjónvarpsútsendingar með ADSL tækni eru nú orðnar að veruleika. Skjár einn nýtti tækifærið og kynnti fjölbreytta dagskrá vetrarins við mikinn fögnuð viðstaddra.

Bolvíkingar hafa að undaförnu unnið ötullega að því að ná útsendingum Skjá eins og mátti merkja á orðum bæjarstjórans, sem er Arsenal maður, að Bolvíkingar eru miklir fótboltaáhugamenn. Engu minni virtist áhuginn vera fyrir bingói Villa naglbíts. En Síminn og Skjár einn héldu bingó í félagsheimilinu og var það heilmikil skemmtun enda ekki við öðru að búast af Villa naglbít. Þeir sem misstu af bingóinu í gær geta fylgst með þessum dagskrárlið alla sunnudaga á Skjá einum.



















Allir vita að bæjarstjóri Bolvíkinga heldur með Arsenal









Bolvíkingar á öllum aldri fjölmenntu á uppákomuna

















Villi naglbítur og Magnús stjóri á Skjá einum fylgjast spenntir með dagskránni









Hver vinnur? Hugsanlegir vinningshafar bíða spenntir eftir að úrslit ráðast


 

















Sturla dregur fyrstu bingó tölu kvöldsins











Vinningarnir voru ekki af verri endanum. Meðal vinninga voru gagnlegir hlutir t.d. sími og klósettpappír