Menntamálaráðherra, rektor, nemendur og gestir.

Fyrst vil ég óska rektor, starfsfólki og nemendum til hamingju með daginn. Það eru vissulega tímamót þegar Tækniháskóli Íslands brautskráir nemendur í fyrsta sinni.
Námssjóður sameinaðra verktaka var stofnaður 1999, með framlagi Sameinaðra verktaka. Sjóðurinn var stofnaður í þeim tilgangi að styrkja efnilega námsmenn í Tækniskólanum til framhaldsnáms. Fyrst var úthlutað úr sjóðnum árið 2000, en í dag er veittur fimmtándi styrkurinn. Er það von stjórnarinnar og þeirra sem af miklum höfðingsskap stofnuðu sjóðinn að styrkirnir megi verða hvatning fyrir þá sem útskrifast úr Tækniháskólanum í leit að styrk til framhaldsnáms. Sem formaður stjórnar sjóðsins hef ég það hlutverk fyrir hönd stjórnar að afhenda styrk úr sjóðnum.

Að þessu sinni hlýtur styrk Frosti Gíslason nemandi í iðnaðartæknifræði sem er að útskrifast í dag. Frosti stefnir á meistaragráðu eftir framhaldsnám við Copenhagen Business School.

Ég vil biðja Frosta Gíslason að koma hingað og taka við styrknum. Óska ég honum til hamingu og velfarnðar í framhaldsnáminu.