Í gær var fjölbreytt dagskrá um ferðamál við Hraunfossa í tilefni af því að umhverfið þar í kring hefur tekið stakkaskiptum með nýju bílastæði og göngustígum, svo eitthvað sé nefnt. Meðal þess sem var á dagskrá var að Sturla Böðvarsson afhjúpaði upplýsingaskilti um Hraunfossa.

Einnig kynnti Magnús Oddsson ferðamálastjóri starfsemi Ferðamálaráðs Íslands á sviði umhverfismála. Þá var undirritaður samningur á milli Ferðamálaráðs og Borgarfjarðarsveitar, þar sem Borgarfjarðarsveit tekur að sér allt viðhald á þeim mannvirkjum sem Ferðamálaráð hefur látið koma fyrir við Hraunfossa. Að lokinni dagskrá var boðið uppá veitingar í Húsafelli.

Seinni part dags stóð samgönguráðherra fyrir móttöku í Reykholti þar sem hann undirritaði samkomulag um styrk til Snorrastofu vegna upplýsingavefs um menningartengd mál.