Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra og Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, undirrituðu í dag samkomulag um verkefni í ferðaþjónustu á landsbyggðinni.
Samkomulagið er til þriggja ára og gerir ráð fyrir 22 milljónum króna til sex verkefna á þessu ári en jafnframt munu ráðherrarnir beita sér fyrir því að til sameiginlegra ferðaþjónustuverkefna verði veitt 40 milljónum á ári næstu tvö ár.

Í byggðaáætlun 2002-2005 er ferðaþjónustu sérstaklega getið í tengslum við sóknarfæri landsbyggðarinnar í atvinnumálum. Bent er á að leggja þurfi áherslu á sérkenni hvers landshluta og á skipulagningu vaxtarsvæða. Markmiðið sé að tryggja markvissa uppbyggingu og sjálfbæra þróun greinarinnar, bæta arðsemi hennar, auka samkeppnishæfni einstakra svæða á landsbyggðinni og efla þar með íslenska ferðaþjónustu almennt.

Verkefnin sem hljóta styrki á þessu ári eru:

  1. Hlunnindabúskapur og sjósókn á sunnanverðum Vestfjörðum. Atvinnuþróunarfélag Vestjarða í samstarfi við Minjasafnið á Hnjóti, Reykhólahrepp og Vesturbyggð.

  2. Gísla saga Súrssonar í ferðaþjónustu.
  3. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi við íbúasamtök á Þingeyri, handverkshópinn Koltra, Litla leikklúbbinn á Ísafirði og áhugahóp um Gísla sögu á Bíldudal og Barðaströnd. Einnig koma Ísafjarðarbær og Vesturbyggð að verkefninu.

  4. Gullkistan, veiðar og vinnsla sjávarfangs við Djúp. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi við Ísafjarðarbæ.
  5. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða í samstarfi viðByggðasafn Vestfjarða, Ísafjarðarbæ, Bolungarvíkurkaupstað og Súðavíkurhrepp.



    1. Vefur til markaðssetningar og eflingar þróunarverkefna. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og Ferðamálasamtök Vestfjarða.

    2. Snæfellsnes, vottaður umhverfisvænn og sjálfbær áfangastaður. Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Stykkishólmsbær, Eyja- og Miklaholtshreppur og Helgafellssveit.
    3. Menningarvefur fyrir ferðaþjónustu. Snorrastofa í Reykholti.


  6. Í byrjun árs 2004 og 2005 verður lagð fram áætlun um ný samstarfsverkefni ráðuneytanna. Undirritun samkomulagsins fór fram á fundi á Hótel Ísafirði um atvinnu- og samgöngumál.