Í gærkveldi voru atkvæði í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi endurtalin í Valhöll í Reykjavík.
Engin breyting varð á uppröðun frambjóðenda. Í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum segir: „Endurtalning leiddi ekki til breytinga á innbyrðis röð frambjóðenda frá frumtalningu. Yfirferð yfir gögn og skýrslur undirkjörstjórna leiddi ekki í ljós neitt misræmi milli útgefinna atkvæðaseðla og greiddra atkvæða, gildra sem ógildra“.