Eftir vel heppnaðan fund á Ísafirði í gærkvöldi hefur Sturla Böðvarsson notað tímann til þess að heimsækja kjósendur í Bolungarvík og á Ísafirði. Í hádeginu borðaði ráðherrann ásamt starfsfólkinu á Heilbrigðisstofnuninni á Ísafirði og hitti slökkvilið Ísafjarðarbæjar eftir hádegið. Jón Sigurpálsson leiddi ráðherra ferðamála um Edinborgarhúsið sem óðum er að taka á sig stórgæsilega mynd. Á myndasíðunni má sjá myndir frá heimsóknunum.