Guðrún Bergmann á Hellnum Snæfellsnesi var útnefnd ferðafrömuður ársins 2004 af Útgáfufélaginu Heimi. Það kom í hlut samgönguráðherra að afhenda viðurkenninguna.

Þetta var í annað sinni sem Heimur stendur fyrir útnefningu á Ferðafrömuði ársins. Að þessu sinni var dómnefndin einhuga í vali sínu á ferðafrömuði ársins. Í viðurkenningarskjalinu segir meðal annars  „Í mati sínu lagði dómnefnd til grundvallar frumkvæði, metnað og framúrskarandi árangur á sviði umhverfismála í uppbyggingu ferðaþjónustu á Vesturlandi sem og mikilsvert framlag til betra starfsumhverfis í atvinnugreininni á landsvísu.“













Guðrún Bergmann er ferðafrömuður ársins 2004. Ásamt henni á myndinni eru María Guðmundsdóttir og Sturla