Samgönguráðherra hefur verið í heimsókn í Þýskalandi, nánar til tekið í Frankfurt, en þar er og hefur verið starfrækt skrifstofa Ferðamálaráðs Íslands um árabil.
Um þessar mundir er nýr framkvæmdastjóri að taka við skrifstofunni, Haukur Birgisson, sem áður gegndi starfi markaðsstjóra Ferðamálaráðs á Íslandi. Haukur kemur til Frankfurt í stað Dieters Wendlers sem unnið hefur að hag íslenskrar ferðaþjónustu á meginlandinu allar götur síðan 1965.
Dieter, sem nú er að fara á eftirlaun, var kvaddur með virktum. Samgönguráðherra hélt móttöku honum til heiðurs þar sem saman komu viðskiptavinir, samstarfsmenn og vinir og glöddust með honum á þessum tímamótum.
Auk þess að heimsækja skrifstofu Ferðamálaráðs skoðaði ráðherra ráðstefnuaðstoðu Frankfurtborgar og kynnti sér hvernig borgir stendur að sínum kynningarmálum á ráðstefnumarkaðinum.