Ákvörðun samgönguráðherra með fjölgun ferða Herjólfs í 13 til 14 ferðir á viku er fagnað af Bæjarráði Vestmannaeyja.

Í fundargerð Bæjarráðs Vestmannaeyja frá 11. apríl segir:


„Bæjarráð fagnar þeirri ákvörðun samgönguráðherra að gert verði ráð fyrir 13-14 ferðum á viku milli lands og Eyja í útboði Vegagerðarinnar á rekstri m/s Herjólfs og kemur að fullu til framkvæmda í ársbyrjun 2006. Þessi ákvörðun samgönguráðherra er í samræmi við kröfur og óskir bæjaryfirvalda sem kynntar voru í viðræðum við Vegagerðina í febrúar sl. Bæjarráð leggur áherslu á áframhaldandi gott samstarf við Vegagerðina og rekstraraðila Herjólfs um þá þætti sem varða samskipti bæjaryfirvalda og þessara aðila.“