Í umræðunni á Alþingi um fjölmiðlafrumvarpið kom fram sú gagnrýni að ráðherra fjarskiptamála, samgönguráðherra, hafi ekki tekið þátt í umræðunni.

Því vil ég gera hér grein fyrir ræðunni sem ég flutti þegar fjölmiðlaskýrslan var til umræðu á Alþingi.

Eins og fram kemur í ræðunni kemur afstaða mín til efnis fjölmiðlafrumvarpsins skýrt fram. Þar lýsi ég stefnu minni og þeirri áherslu sem ég hef lagt á eflingu fjarskipta og eflingu dreifikerfis stafræns útvarps og sjónvarps.

Sú stefna er að sjálfsögðu í samræmi við stefnumótun ríkisstjórnarinnar í upplýsingamálum undir kjörorðinu „auðlindir í allra þágu“.