Við þurfum þjóðarleiðtoga

Ríkisstjórn Jóhönnu er tvístruð og landið virðist stjórnlaust.
Landið virðist stjórnlaust. Ríkisstjórnin er tvístruð og henni hefur ekki tekist að vinna í samræmi við samkomulagið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, ekki í samræmi við eigin áform og ekki samkvæmt hinu mikilvæga samkomulagi sem Stöðugleikasáttmálinn gerir ráð fyrir. Og það er nánast engu komið í verk á vegum fagráðuneytanna sem séð verður. Forsvarmenn atvinnulífsins og almenningur bíður en sér engar lausnir af hálfu stjórnvalda á þeim vanda sem bankahrunið hefur haft í för með sér. Þessi staða er mjög alvarleg ekki síst þegar aðstæður eru eins og þær eru í samfélaginu.  

Lesa meira

Þegar hatur og hefnd ræður för

I.
Allir sanngjarnir menn viðurkenna að verkefni Alþingis og ríkisstjórnar er risavaxið eftir bankahrunið.  En í því verkefni gildir eins og í öllum verkum að „veldur hver á heldur.“ Frá því ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna (VG) tók við  hef ég fylgst með framvindu stjórnmálanna úr fjarlægð. Framganga forystumanna stjórnarinnar veldur mér furðu og miklum vonbrigðum. Af mörgu er að taka.  Það sem ég tel vera hættulegast við vinnubrögðin er hversu augljóst  hatrið er  og sá hefndarhugur sem virðist ráða för og þá einkum hjá fjármálaráðherranum og þeim sem næst honum standa. Það er nánast reynt að  „tryggja“ ágreining um öll mál. Slík framganga kann ekki góðri lukku að stýra. Sérstaklega eins og aðstæðurnar  eru í stjórnmálunum á Íslandi um þessar mundir. Það er hinsvegar  ekki beint hægt að segja að vinnubrögðin komi á óvart.
Kynni mín af pólitísku verklagi núverandi fjármálaráðherra eru af vettvangi þingsins. Framganga hans þar, er og hefur verið, mörkuð af takmarkalausum yfirgangi. Þar sem engin leið er að semja  nema á forsendum sem hann setur sjálfur og æði oft sem úrslitakosti. Ég sé fyrir mér stjórnarmyndun ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur þar sem öll völd voru færð  í hendur VG gegn því að þeir samþykktu að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Og VG hefur fórnað öllum sínum kosningaloforðum fyrir völdin.
Það er ógnvænleg mynd sem blasir við og Samfylkingin lætur draga sig út í ófærurnar, hverja af annarri.  

Lesa meira

Umhverfisvottað Ísland

Sunnudaginn 8. júní árið 2008 var efnt til  hátíðar á Snæfellsnesi. Tilefnið var  að sveitarfélögin á Snæfellsnesi höfðu fengið svokallaða Green Globe-vottun.

Lesa meira

Er Þorsteinn að ganga í Samfylkinguna?

Ég var ekki vaknaður í gærmorgun þegar árrisull lesandi Morgunblaðsins á Snæfellsnesi hringdi.  Hann þurfti ekki að kynna sig áður en hann sagði. „Er Þorsteinn Pálsson að ganga í Samfylkinguna“?  

Lesa meira

Árásin á Alþingi

Í vikunni var brotin rúða í Alþingishúsinu. Árásaraðilarnir voru handteknir.  Ofbeldissinnaðir mótmælendur hafa reyndar látið lítið fyrir sér fara við Austurvöll eftir að minnihlutastjórnin var mynduð í febrúar og Vinstri grænir settust í ríkisstjórn.

Lesa meira