Beðið eftir stjórnarflokkunum
Eins og oft áður er mikið rætt um nauðsyn þess að byggja upp flutningakerfið í landinu með lagningu betri vega. Jafnframt er litið til þess að slíkar framkvæmdir skapi mikla atvinnu á meðan framkvæmdum stendur. En skortur á fjármagni setur slíkum áformum miklar skorður eins og oft áður. Það þekkir undirritaður vel. Á átta ára ferli sem samgönguráherra stóð ég frami fyrir því að þurfa að fresta framkvæmdum í þágu stöðugleika og til þess að hægt væri að jafna fjárlagahalla.