Framsýnn samgönguráðherra

Ég lenti í samræðum við erlendan tækniráðgjafa, sem hefur starfað hér á landi undanfarin sjö ár, þegar umræddur aðili dvaldi á Gistiheimilinu Brekkubæ síðastliðið sumar. Hann sagði meðal annars að mestu vandamálin í samstarfi við íslenska aðila væri hversu skammsýnir þeir væru og hversu erfitt væri að fá þá til að gera sér áætlun langt fram í tímann.

Fyrsti raunverulegi ferðamálaráðherrann

Þegar Sturla Böðvarsson settist í stól samgönguráðherra vissi ég af reynslu að með honum fengjum við sem störfum að ferðamálum loksins mann sem myndi sinna ferðamálum að kunnáttu og framsýni.

Breytingar hjá Landssíma Íslands hf.

Vart þarf að rifja upp síðasta aðalfund Landssíma Íslands hf., þar sem fyrirtækinu var kosin ný stjórn eftir miklar sviptingar innan þess og mikla og óvægna fjölmiðlaumfjöllun um málefni þess. Viðbrögðin gagnvart hinni nýju stjórn voru öll á einn veg. Almennt var talað um að vel hefði tekist til með val á stjórnarmönnum og formanni stjórnar. Með kjöri stjórnarinnar var af minni hálfu leitast við að færa skipan stjórnar frá því fari sem áður hafði tíðkast, þ.e. að þar sætu fulltrúar sem væru beint eða óbeint skipaðir vegna tengsla sinna við stjórnmálaflokkana. Taldi ég þá breyttu skipan mikilvæga vegna þeirra sviptinga sem orðið höfðu kringum Símann, stjórn hans og forstjóra.