Afgreiðslu nýrra hafnalaga frestað

Ekki tókst að ljúka afgreiðslu nýrra hafnalaga á Alþingi í vor. Samgöngunefnd Alþingis hafði til afgreisðlu frumvarp til nýrra hafnalaga sem ég lagði fyrir þingið og mælti fyrir 7. febrúar sl. Frumvarpið átti sér langan aðdraganda og var unnið í samstarfi við Hafnasamband sveitarfélaga, Landsamband íslenskra útvegsmanna, Samtök kaupskipaútgerða og Landsamtök smábátaútgerða.

Egill Helgason fer út af strikinu

Egill Helgason skrifar fasta pistla á vefnum undir heitinu Silfur Egils á Strik.is. Á þessari síðu skartar hann grein sem hann nefnir „Vitlaus samgönguáætlun

Flugöryggi í dögun nýrrar aldar

Í starfi mínu sem samgönguráherra hef ég lagt ríka áherslu á öryggismál á öllum sviðum samgangna. Vil ég sérstaklega nefna langtímaáætlun um öryggismál sjómanna og nýja löggjöf um rannsóknir sjóslysa. Í fyrsta sinn er nú unnið að úrbótum í öryggismálum sjómanna eftir sérstakri áætlun, sem Alþingi samþykkti sem þingsályktun á síðastliðnu vori. Samkvæmt þeirri áætlun er ráðgert að verja úr ríkissjóði til þessa verkefnis 15 m.kr. á ári, auk þess sem ýmsir hagsmunaaðilar leggja til bæði vinnu og fjármagn. Siglingastofnun Íslands hefur verið falin framkvæmd áætlunarinnar. Það eru hins vegar úrbætur í flugöryggismálum sem ég vil gera grein fyrir að þessu sinni.

Skýrsla um menningartengda ferðaþjónustu

Skýrslan um menningartengda ferðaþjónustu er nú aðgengileg hér á vefnum. Athylgi er vakin á því að skýrslan, sem er hér á .pdf formi, er umfangsmikil, og því gæti tekið drjúga stund að opna hana.

Vísa gagnrýni Ágústar á bug

Ágúst Einarsson, prófessor og formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, heldur úti heimasíðu og skrifar um þjóðmál. Flest þau skrif hans eru sett í stjórnmálalegt samhengi. Nýverið skrifar hann um rannsóknir flugslysa. Þar heldur hann því ranglega fram að undirritaður komi í veg fyrir að allir þættir Skerjafjarðarslyssins verði skoðaðir. Hann segir m.a.: „…þvergirðingsháttur hans [samgönguráðherra] í að skoða alla þætti Skerjafjarðarslysins er ólíðandi og særir réttlættistilfinningu fólks“. Það er leitt að Ágúst skuli hefja umræðu um rannsókn flugslysa með þeim hætti sem hann gerir. Hann veitist að mér með órökstuddum fullyrðingum og kröfu um „óháða rannsókn“ án þess að rökstyðja það nánar að öðru leyti en því að vitna til málflutnings aðstandenda þeirra sem fórust í slysinu og hafa fjallað um það opinberlega.