Afgreiðslu nýrra hafnalaga frestað
Ekki tókst að ljúka afgreiðslu nýrra hafnalaga á Alþingi í vor. Samgöngunefnd Alþingis hafði til afgreisðlu frumvarp til nýrra hafnalaga sem ég lagði fyrir þingið og mælti fyrir 7. febrúar sl. Frumvarpið átti sér langan aðdraganda og var unnið í samstarfi við Hafnasamband sveitarfélaga, Landsamband íslenskra útvegsmanna, Samtök kaupskipaútgerða og Landsamtök smábátaútgerða.