MARKMIÐUM FJARSKIPTAÁÆTLUNAR VERÐUR AÐ NÁ SEM FYRST
Allt frá því Alþingi samþykkti fjarskiptaáætlunina árið 2005 hafa fjarskiptafyrirtækin og stjórnvöld unnið að því að ná þeim markmiðum sem að er stefnt í fjarskiptaáætlun. Að gefnu tilefni og vegna þess að seinni áfangi útboðs á GSM sendum á þjóðvegum liggur nú fyrir vil ég í þessari grein fara yfir helstu markmið sem sett voru fram í fjarskiptaáætlun.