Staðreyndir um samgöngu- og fjarskiptamál í Norðvesturkjördæmi
Það er leitt til þess að vita að stjórnarandstaðan hefur ekkert tekið eftir því sem er að gerast í kjördæminu okkar á sviði fjarskipta og samgöngumála. Fremstur þar í flokki hefur verið Jón Bjarnason og skrifar hann eins og hann búist við að almenningur í kjördæminu fylgist ekki heldur með. Ég vil því í þessari grein draga saman upplýsingar svo menn geti leitað í þá smiðju til að fræðast. Jafnframt vil ég hvetja íbúa Norðvesturkjördæmis til þess að kynna sér annars vegar hvernig framvindan hefur verið á sviði fjarskipta og samgöngumála og hins vegar hvernig ótrúlega neikvæður málflutningur hefur gegnsýrt alla framgöngu stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega þingmanna Vinstri grænna.