Staðreyndir um samgöngu- og fjarskiptamál í Norðvesturkjördæmi

Það er leitt til þess að vita að stjórnarandstaðan hefur ekkert tekið eftir því sem er að gerast í kjördæminu okkar á sviði fjarskipta og samgöngumála. Fremstur þar í flokki hefur verið Jón Bjarnason og skrifar hann eins og hann búist við að almenningur í kjördæminu fylgist ekki heldur með. Ég vil því í þessari grein draga saman upplýsingar svo menn geti leitað í þá smiðju til að fræðast. Jafnframt vil ég hvetja íbúa Norðvesturkjördæmis til þess að kynna sér annars vegar hvernig framvindan hefur verið á sviði fjarskipta og samgöngumála og hins vegar hvernig ótrúlega neikvæður málflutningur hefur gegnsýrt alla framgöngu stjórnarandstöðunnar og þá sérstaklega þingmanna Vinstri grænna.

Sjálfstæðismenn vilja láta verkin tala í umhverfismálum með jákvæðum hætti

Umhverfismál eru mikið í umræðunni um þessar mundir svo sem eðlilegt er. Stjórnmálamenn á vinstri vængnum vilja eigna sér umhverfis-málin.  Þar eru á ferðinni þeir sem áður hölluðu sér þétt upp að kommunum í Sovétríkjunum sem voru mestu umhverfissóðar Evrópu eins og komið hefur í ljós eftir að múrinn féll. Ástæða er til að minna á að lögin um mat á umhverfisáhrifum voru sett 1993 þegar fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddsonar var við völd og lögin um umhverfismat áætlana voru sett árið 2006. Vinstri grænir komu þar hvergi nærri.

Samgönguáætlun er í þágu allra landsmanna

Fagna ber umfjöllun um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2007 til 2018 sem nú er til meðferðar á Alþingi. Samgöngu-málin koma okkur öllum við og því er nauðsynlegt að sem flestir láti í ljós álit sitt ef vera mætti til þess að áætlunin þjóni enn betur tilgangi sínum. Rétt er að minna á að mikil vinna hefur verið lögð í þá tillögu til þingsályktunar sem þessi samgöngu-áætlun er. Hún hefur farið fram á vegum samgönguráðs sem í sitja flugmálastjóri, siglingamálastjóri og vegamála-stjóri auk fulltrúa samgönguráðuneytisins. Þarfir eru skilgreindar, sett eru fram markmið og leiðir sem fara á til að ná þeim markmiðum og um leið er fjárhagshliðinni stillt upp, þ.e. hversu mikið fé þarf til verkefna og hvaðan það kemur.

Svar til Önnu Kristínar Gunnarsdóttur frambjóðenda samfylkingarinnar, 3. sæti.

Anna Kristín Gunnarsdóttir þingmaður og frambjóðandi samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi skrifar í Húnahornið og á Bæjarins besta í dag 7. mars. Það er rétt hjá Önnu Kristínu sem sem nú skipar 3. sæti samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi að undirritaður hefur haldið opna fundi um fjarskipta- og samgöngumál og m.a. á Blönduósi. Hér um bil allt annað sem fram kemur í greininni er bókstaflega rangt.