Upplýsingamiðstöðvar í íslenskri ferðaþjónustu

Upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn eru mikilvægur hlekkur í íslenskri ferðaþjónustu og hafa lengi verið starfræktar um allt land. Margir muna eflaust eftir litla turninum á Lækjartorgi sem merktur var i-merkinu í bak og fyrir en þar rak Ferðaskrifstofa ríkisins – síðar Ferðaskrifstofa Íslands – öfluga upplýsingamiðstöð.