Svar við grein Friðriks Á. Hermannssonar, lögfræðings Vélstjórafélags Íslands
Fréttablaðið færir landsmönnum þá frétt fimmtudaginn 9. okt. s.l. í fjögurra dálka fyrirsögn að lögfræðingur Vélstjórafélagsins saki samgönguráðherra um valdníðslu. Er í fréttinni vitnað til greinar sem lögfræðingurinn skrifar væntanlega með velþóknun formanns félagsins.