Sögusagnir settar af stað

Til eru þeir íslenskir fjölmiðlamenn sem leika þann leik að búa til „fréttir“ og setja af stað, án þess að fyrir þeim sé nokkur stoð í veruleikanum. Oftast beinist þessi frásagnargleði að stjórnmálamönnum sem sjaldnast vilja elta ólar við tilbúnar fréttir. Fyrir suma virðist þetta skemmtiefni.

Lesa meira

Stiklað á stóru

Á vettvangi samgönguráðuneytisins hefur verið unnið að fjölmörgum málum, sem ég vil gera lauslega grein fyrir hér á heimasíðunni minni til fróðleiks fyrir þá sem hana lesa. Í fréttabréfi, sem gefið var út í byrjun síðasta árs, var gerð grein fyrir skipulagsbreytingum sem gerðar voru í ráðuneytinu. Fólu þær í sér breytt verklag með nýtingu upplýsingatækninnar og verkefnaáætlunum með aðferðafræði verkefnastjórnunar.Framtíðarsýn ráðuneytisins er skilgreind og er leitast við að haga skipulagi og framkvæmdum á sviði samgöngumála og fjarskipta á þann veg að við getum með sanni sagt að við séum ávallt í fremstu röð meðal þjóða við að veita almenningi þjónustu.

Lesa meira