Ræða á hátíðarsamkomu vegna Green Globe-vottunar Snæfellsness, sunnudaginn 8. júní 2008

Forseti Íslands, sveitarstjórnarmenn á Snæfellsnesi og aðrir góðir gestir og heimamenn.

Til hamingju með daginn. Ég þakka þann heiður að fá að ávarpa ykkur við þetta einstaka tækifæri.

Ekkert land verður numið og nýtt til búsetu án þess að það beri þess einhver merki.
Tilfinning okkar Íslendinga fyrir landinu, fyrir náttúrunni og raunar öllu okkar umhverfi hefur sem betur fer þroskast mikið samhliða stórauknu álagi af veru mannsins á þessu fallega landi okkar. Með löggjöf eru okkur settar skorður og kröfur einstaklinga um góða umgengni og bætt umhverfi hafa vaxið. 
Árangurinn blasir við þar sem bláfáninn og grænfáninn hafa verið dregnir að húni við stofnanir sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Það er vissulega tákn um árangur.

Ávarp forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, við setningu ráðstefnu um eftirlit löggjafarþingsins með framkvæmdarvaldinu, á Hótel Hilton Nordica 1. des. 2008.

Forseti Íslands hr. Ólafur Ragnar Grímsson, ágætu ráðstefnugestir.

Ég vil byrja á því að óska okkur öllum til hamingju með fullveldisdaginn, en í dag minnumst við þess að 90 ár eru liðinn frá því að Ísland varð fullvalda ríki. Um leið býð ég ykkur velkomin til þessarar ráðstefnu um eftirlit löggjafarþinga.

Framsöguræða forseta Alþingis er frv. um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 var lagt fram á Alþingi

Hæstvirtur forseti.
            Ég mæli fyrir frumvarpi til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, sem ég flyt ásamt háttvirtum þingmönnum, Geir H. Haarde, formanni Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formanni Samfylkingarinnar, Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, Valgerði Sverrisdóttur, formanni Framsóknarflokksins og Guðjóni A. Kristjánssyni, formanni Frjálslyndaflokksins.

Ávarp forseta Alþingis Sturlu Böðvarssonar við setningu Kirkjuþings 25.10.2008

Forseti Íslands, biskupinn yfir  Íslandi, forsætisráðherra, ráðherra kirkjumála,forseti Kirkjuþings, Kirkjuþingsfulltrúar og góðir gestir.

Ég vil byrja á að lýsa sérstakri ánægju með að vera meðal ykkar við upphaf Kirkjuþings og fá að ávarpa þingið.

Um langt aldabil hafa verið sterk tengsl milli Alþingis og Þjóðkirkjunnar.  Lögleiðing hins kristna siðar fyrir  rúmum þúsund árum á Þingvöllum er sá atburður sem hvað merkastur er í sögu okkar. Kristnitakan batt sögu þings og kristni órjúfanlegum böndum.