Ávarp forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, á þingsetningarfundi 1. október 2008
Ég býð háttvirta alþingismenn og gesti við þessa athöfn velkomna til þingsetningar á þessum fagra haustdegi. Vindurinn blés að vísu aðeins um okkur þegar við gengum milli Dómkirkjunnar og Alþingishússins og það er ef til vill táknrænt fyrir þann mótbyr sem við eigum nú við að glíma í efnahagslífi okkar. Það er von mín að okkur beri gæfa til að taka með farsælum hætti á þeim stóru verkefnum sem bíða okkar á næstu vikum og mánuðum.