Ávarp forseta Alþingis, Sturlu Böðvarssonar, á þingsetningarfundi 1. október 2008

Ég býð háttvirta alþingismenn og gesti við þessa athöfn velkomna til þingsetningar á þessum fagra haustdegi. Vindurinn blés að vísu aðeins um okkur þegar við gengum milli Dómkirkjunnar og Alþingishússins og það er ef til vill táknrænt fyrir þann mótbyr sem við eigum nú við að glíma í efnahagslífi okkar. Það er von mín að okkur beri gæfa til að taka með farsælum hætti á þeim stóru verkefnum sem bíða okkar á næstu vikum og mánuðum.

Lesa meira

Fyrirlestur Sturlu Böðvarssonar, forseta Alþingis, við orkudeild MGIMO háskólans í Moskvu, fluttur 18. sept.

Rektor, deildarstjóri, nemendur og aðrir góðir gestir

Ég vil byrja á að þakka kærlega fyrir það tækifæri að fá að ávarpa orkudeild þessa virta háskóla. Ég er hér í Rússlandi, sem forseti Alþingis, þjóðþings Íslands, í opinberri heimsókn í boði Dúmunnar, ásamt sendinefnd þingmanna. Við höfum átt góða og gagnlega fundi með ráðamönnum, en ég fagna þessu tækifæri sérstaklega, að fá að ávarpa forsvarsmenn háskólans og nemendur.

Lesa meira

Ávarp forseta Alþingis við upphaf septemberfunda

Háttvirtir alþingismenn!

 Ég býð ykkur velkomna til framhaldsfunda Alþingis, 135. löggjafarþings.

 Ég vona að gott sumar hafi verið alþingismönnum, — og raunar þjóðinni allri, — hamingjuríkt og að sem flestir hafi fengið hvíld og næðisstundir frá starfsönnum og amstri hversdagsins, meðan bjartast og blíðast var.
 Þannig á það að vera.

Lesa meira

Ávarp forseta Alþingis við þingfrestun

Háttvirtir alþingismenn.

Senn lýkur störfum þessa vorþings og er það eins nærri starfsáætlun sem gerð var fyrir upphaf þingsins í haust og fært var.  Á þessu löggjafarþingi hafa nú við lok vorþingsins verið afgreidd sem lög 111 frumvörp og 22 þingsályktanir verið samþykktar. Fyrirhugað er þó að afgreiða fleiri þingmál áður en þessu löggjafarþingi lýkur, 30. september næstkomandi, þar sem sú breyting var gerð á þingsköpum í desember síðastliðnum að þing mun koma saman að nýju til framhaldsfundar 2. september og ljúka þá afgreiðslu mikilvægra mála eins og hv. þingmenn þekkja. Þó að þingfundum sé nú frestað er fram undan áframhaldandi starf þingmanna í fastanefndum og í kjördæmum. Ég vænti þess að þinghléið nýtist vel uns þingfundir hefjast að nýju í september.

Lesa meira