Ávarp forseta Alþingis í tilefni aldarafmælis lagasetningar um skógrækt og landgræðslu
Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, flutti í dag ávarp á hátíðarfundi í Salnum í Kópavogi, í tilefni aldarafmælis lagasetningar um skógrækt og landgræðslu. Lögin um skógrækt og varnir gegn uppgræðslu lands nr. 54/1907, sem samþykkt voru af Alþingi þann 22. nóvember 1907 lögðu grunn að því starfi sem Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins, sem áður hét sandgræðsla ríkisins, hafa innt af hendi við uppgræðslu lands. Í lok hátíðarfundarins var bauð forseti Alþingis gestum til móttöku.