Ávarp forseta Alþingis í tilefni aldarafmælis lagasetningar um skógrækt og landgræðslu

Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, flutti í dag ávarp á hátíðarfundi í Salnum í Kópavogi, í tilefni aldarafmælis lagasetningar um skógrækt og landgræðslu.  Lögin um skógrækt og varnir gegn uppgræðslu lands nr. 54/1907, sem samþykkt voru af Alþingi þann 22. nóvember 1907 lögðu grunn að því starfi sem Skógrækt ríkisins og Landgræðsla ríkisins, sem áður hét sandgræðsla ríkisins, hafa innt af hendi við uppgræðslu lands. Í lok hátíðarfundarins var bauð forseti Alþingis gestum til móttöku.

Lesa meira

Ávarp forseta Alþingis á þingsetningarfundi mánudaginn 1. okt. 2007

Ég býð háttvirta alþingismenn velkomna til þingsetningar og fagna nærveru gesta við þessa athöfn.
 
Við höfum nú gengið til Dómkirkju eins og  gert hefur verið frá því hið endurreista Alþingi kom fyrst saman árið 1845. Með því höldum við í gamla og góða venju sem líklega er elsta hefð sem tengist þessum degi.
 
Eins og háttvirtir alþingismenn sjá og heyra hafa orðið nokkrar breytingar á umgjörð þingsetningarathafnarinnar frá því sem verið hefur. Leiðir það af breytingum á þingsköpum sem Alþingi samþykkti sl. vor, en þá var m.a. ákveðið að  kosning forseta á fyrsta fundi eftir almennar alþingiskosningar sé ekki bundin við hvert löggjafarþing eins og verið hefur.
 
Þessi breyting þingskapanna varð tilefni þess að ég fór að leiða hugann að því hvort ekki væri tímabært að breyta nokkuð yfirbragði þessarar athafnar en hún hefur verið í mjög föstum skorðum áratugum saman.  Við alþingismenn þurfum þó að hafa í huga að Alþingi er okkar elsta og virðulegasta stofnun og því mikilvægt að sýna mikla varkárni við allar breytingar.  Við viljum eðlilega halda í góðar  hefðir sem efla samstöðu okkar og styrkir Alþingi sem stofnun.  

Lesa meira

Ávarp nýkjörins forseta á þingsetningarfundi 31. maí 2007

Ég þakka háttvirtum starfsaldursforseta, Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, árnaðaróskir í minn garð og alþingismönnum þá virðingu sem þeir sýna mér með því að kjósa mig forseta Alþingis. Ég mun leggja mig fram sem forseti við  að sem best samstarf takist milli allra hv. alþingismanna um þau störf sem þjóðin hefur falið okkur í  nýafstöðnum kosningum. Ég vænti einnig góðs samstarfs við hið ágæta starfsfólk Alþingis.

Lesa meira