Ávarp á hádegisfundi Skýrslutæknifélagsins um varasamband við útlönd 16. janúar

Fundarstjóri, góðir fundarmenn

Fjarskiptatengingar Íslands við umheiminn skipta okkur miklu máli í daglegu lífi. Þær snerta  okkur beint með því að við þurfum að geta sótt upplýsingar á netið, talað í síma í tíma og ótíma. Þær snerta okkur óbeint  þegar við sækjum til þeirra aðila sem byggja þjónustu sína á samskiptum um fjarskiptaleiðir. Við erum með öðrum orðum næstum því jafnmikið háð fjarskiptum og því að draga andann og nærast.