Matar og skemmtihátíðin Food and Fun Festival var haldin á Íslandi í þriðja sinn dagana 18.-22. febrúar. Föstudaginn 20. febrúar ávarpaði samgönguráðherra gesti í Hótel og veitingaskólanum.  

Ágætu gestir,

Ég vil nota tækifærið og þakka ykkur sem hér eruð fyrir mikilvægt starf við að efla íslenska ferðaþjónustu. Það kastljós sem þið beinið að íslenskri matargerð er okkur mjög mikilvægt – og er áhugaverð leið til að gera Ísland að vinsælum áfangastað fyrir kröfuharða ferðamenn.

Stuðningur samgönguráðuneytisins í nafni íslenskra stjórnvalda við markaðsaðgerðir er auðvitað vel útilátinn og hefur vaxið ár frá ári. Stuðningurinn er veittur í þeirri vissu að ríkissjóður fái allt sitt margfalt til baka enda annað óafsakanlegt gagnvart skattgreiðendum landsins. Sjónum er beint að mörkuðum í Bandaríkjunum og Evrópu en einnig að Íslendingum sjálfum sem eru mikilvægir ferðamenn í eigin landi auk þess sem þeir skapa það andrúmsloft sem erlendir ferðamenn sækjast eftir að upplifa.

Það hefur verið gaman að fylgjast með því hvað Food and Fun er að takast að skjóta rótum sem árviss og spennandi viðburður um miðjan vetur. Það er von mín að hátíðin verði haldin sem oftast enda er kominn vísir að því að hátíðin beinlínis hvetji ferðamenn til að koma hingað. Það á aðeins eftir að aukast ef rétt er haldið á spilunum og samstarf allra er jafn gott og raun ber vitni.

Dear guests, The Iceland Food and Fun Festival is going to demonstrate to the world just how SPECIAL our food really is. I can hardly wait to taste some of the delicacies here in front of us, so I promise not to keep you waiting much longer.

I would like to give thanks to the organizers and sponsors of this festival as well as the many restaurants and other partners who are simply too many to mention. Last but certainly not least a special thanks goes to The Culinary School of Iceland where we now are.

I wish that all of you will enjoy this lunch at the third Iceland Food & Fun Festival!
Samgönguráðherra ásamt nokkrum af erlendu kokkunum sem voru hér á landi vegna „Food and Fun

Nokkrir hressir kokkar í Hótel og veitingaskólanum.