Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var í dag viðtaddur hádegisverð Menntaskólans í Kópavogi sem markar upphaf Food and fun keppninnar. Samgönguráðherra býður til hádegisverðarins en nemendur sjá um að framreiða matinn og fá tækifæri til að sýna aðstandendum hátíðarinnar það besta í faginu. Við hádegisverðinn er keppendum úthlutað aðstoðarmönnum úr röðum nemenda í matreiðslu sem augljóslega eru ánægðir með sitt hlutverk. Þetta er í sjötta sinn sem hádegisverðurinn er haldinn en hef er orðin fyrir því að samgönguráðherra bjóði til hádegisverðarins.
Upphaf food and fun viðburðarins má rekja til samstarfs Icland Air (áður Flugleiða) og Ferðamálastofu undir merkjum samstarfsverkefnisins Iceland Naturally, landkynningar og markaðsetningar íslenskra afurða og ferðaþjónustunnar á Íslandi. Margir erlendir fréttamenn og áhugamenn um matargerðarlist heimsækja Ísland ár hvert að þessu tilefni.