Food & Fun hátíðinni, sem er samstarfsverkefni Iceland Naturally, Icelandair, Reykjavíkurborgar og Íslensks landbúnaðar, er nýlokið.
Tilgangur hátíðarinnar er að efla ímynd Reykjavíkurborgar sem borgar þar sem menning, lífgæði og lífsnautnir fara saman allan ársins hring. Markmiðið er styrkja mannlíf í Reykjavík, ferðaþjónustuna og veitingahúsaflóruna.
Samgönguráðherra, sem fer með Iceland Naturally samninginn, lét sig ekki vanta á hátiðina enda margt um manninn og hinar girnilegustu krásir í boði.