Samgönguráðherra mun kl. 20 í kvöld opna formlega Sögumiðstöð Grundarfjarðar. Í þessum áfanga verður opnuð svokölluð Bæringsstofa, en hún varðveitir umfangsmikið safn mynda eftir Bæring Cecilsson ásamt ýmsum hlutum sem hann átti og tengdust myndatökuferli hans.
Auk Bæringsstofu verður tekin í notkun sérstök Gestastofa sem staðsett er í andyri Sögumiðstöðvar, en þar er upplýsingaaðstaða fyrir ferðamenn. Í framtíðinni er stefnt að því að bæta við hinum ýmsu sýningum í öðrum sölum Sögumiðstöðvarinnar.