Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson, sæmdi Sturlu Böðvarsson, forseta Alþingis, stórriddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í opinbera þágu.  Athöfnin fór fram á Bessastöðum að viðstaddri fjölskyldu forseta Alþingis, formanni og ritara orðunefndar þann 30. nóvember sl.