Hallgerður Gunnarsdóttir, Noel Q. Cringle forseti Manarþings og Sturla Böðvarsson forseti Alþingis.

Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, var ásamt eiginkonu sinni Hallgerði Gunnarsdóttur, gestur við þingsetningu á eyjunni Mön 5. júlí. Þinghaldið á Mön fer fram undir berum himni og er kennt við Tynwald eða Þingvelli á eynni. Athöfnin er árlegur viðburður á þjóðhátíðardegi Manar og á rætur sínar að rekja aftur til víkingaaldar.