Vegagerðin og verktakafyrirtækin Háfell og Eykt hafa náð samkomulagi um að flýta verulega framkvæmdum við þverun Kolgrafafjarðar. Nú er því gert ráð fyrir að verkið verði unnið mun hraðar en upphaflega hafði verið áætlað, þannig að almennri umferð verður hleypt á haustið 2004 um nýjan veg og brú yfir Kolgrafafjörð.