Nú fyrir skömmu stóð Samgönguráðuneytið, Samband sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Ferðamálasamtök Íslands, fyrir málþingi um ferjusiglingar á Breiðafirði.
Á málþinginu, sem haldið var á Patreksfirði, var lögð áhersla á áframhaldandi ferjusiglingar yfir Breiðafjörð.
Málþingið var vel sótt, fjöldi heimamanna var mættur enda áhugi þeirra á málefninu mikill. Ennfremur vakti það athygli hversu víða að fólk kom til þessa málþings.
Í bréfi sem samgönguráðherra fékk nýlega frá Samtökum sveitarfélaga á vesturlandi kom fram að vilji og skilaboð málþingsgesta voru mjög skýr. Áhersla var lögð á að ferjusiglingum verði haldið áfram þar til uppbyggingu vegasambands um Barðaströnd er lokið. Heimamenn lögðu mikla áherslu á mikilvægi ferjusiglinga með tilliti til þarfa atvinnuvega, öryggismála og ferðaþjónustu. Höfðað var til framtíðarvæntinga og staðreynda til dæmis með þróun ferðaþjónustunnar í huga. Einnig komu fram skýr skilaboð frá aðkomufólki til dæmis frá Snæfellsnesi og Ísafirði um mikilvægi þeirrar tengingar sem ferjusiglingar skapa í að auka fjölbreytni í leiðavali til og frá svæðinu yfir sumartímann fyrir ferðaþjónustuna.
Fundargerð málþingsins fylgdi bréfinu til samgönguráðherra og er hún eftirfarandi:
„Málþingið var haldið í félagsheimilinu á Patreksfirði og var samstarf Samgönguráðuneytis, Ferðamálasamtaka Íslands, Fjórðungssambands Vestfirðinga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.
Tilgangur þess var að fá umræður um sýn hagsmunaaðila á mikilvægi þess að framhaldi ferjusiglinga yfir Breiðafjörð, en núverandi samningur við rekstraraðila ferjunnar Baldurs rennur út í lok árs 2005.
Málþingið var á miðvikudegi kl. 14.00 og því lauk kl. 16:30 eins og dagskrá sagði til um. Mæting var mjög góð eða rúmlega 50 manns og kom fólk víða að, Borgarnesi, af öllu Snæfellsnesi, Vesturbyggð, Tálknafirði, Ísafirði og Bolungarvík.
Fyrirkomulag var með þeim hætti að Bergþór Ólason aðstoðarmaður samgönguráðherra setti málþingið í fjarveru ráðherra, haldinn voru framsöguerindi sem Elsa Reimardóttir atvinnuráðgjafi á suðursvæði Vestfjarða, Sigríður Finsen stjórnarmaður í SSV og sveitarstjórnarmaður í Grundarfirði og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri Fjórðungssambands Vestfirðinga fluttu, en Rúnar Óli Karlsson sem boðaður var í dagskrá forfallaðist. Pétur Rafnsson form. Ferðamálasamtaka Íslands stjórnaði málþinginu.
Að loknum framsöguerindum var kaffihlé og síðan voru panelumræður. Í honum sátu Aðalsteinn Óskarsson Fjórðungssambandi Vestfirðinga, Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi, Magnús Valur Jóhannsson svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðvestursvæði, Hjörtur Árnason formaður Ferðamálasamtaka Vesturlands og Sigurður Viggóson framkvæmdastjóri Patreksfirði og sveitarstjórnarmaður í Vesturbyggð. Fyrirspurnum úr sal var svarað af panel og stjórnaði Pétur Rafnsson umræðum.
Kristinn Jónasson bæjarstjóri Snæfellsbæ var með samantekt í lokin.
Bergþór Ólason:
*Ferjusiglingar frá árinu 1932.
*Ferjusiglingar eru ekki hamlandi uppbyggingu vegakerfisins.
*Þar til vegakerfið verður að fullu uppbyggt, þá verða siglingar yfir Breiðafjörð í einhverri mynd.
Elsa Reimarsdóttir:
*Rök hafa verið færð fyrir því að fjármunir sem fara í ferjusiglingar tefji fyrir framförum í uppbyggingu vegakerfisins.
*Hin rökin eru þau að meðan vegurinn er ekki uppbyggður, þá verði siglingar að vera til staðar.
*Uppbyggður vegur verður ekki tilbúinn fyrr en 2014 samkvæmt vegaáætlun.
*Siglingar í dag eru lífsnauðsyn fyrir íbúa og atvinnulífið, vegna lélegs vegakerfis.
*Fjölgun ferðamanna á landinu er mikil, einnig er það á Vestfjörðum. Ferjan er mikilvægur þáttur í þessari þróun ferðamenskunnar.
*Ferjan þarf að vera hraðskeiðari og þjóna betur ferðamönnum.
*Búseta í Flatey kallar á þjónustu fyrir íbúa og eigendur sumarhúsa í eynni.
*Ferjan er lítil og tekur ekki nægan fjölda bíla og aðbúnaður farþega er ekki nógu góður, m.a. v/útsýnis.
Sigríður Finsen:
*Ferjan er mikilvægur hlekkur í ferðaþjónustu við Breiðafjörð, fólk fer m.a. með ferjunni til að njóta Breiðafjarðar.
*Ferjan er einn af seglum svæðisins.
*Farþegar yfir sumartímann eru ¾ ferðamenn., þ.e. 22.000 af 29.211.
*Um 7-8000 fara í Flatey.
*Baldur er ekki einungis ferja sem flytur fólk milli staða, heldur er hún einnig afþreyingarkostur fyrir ferðamenn.
*Rekstur ferjunar er mikilvægur fyrir Snæfellsnesið.
*Hlutverk Baldurs er samgönguæð sem þjónar ferðamönnum, afþreying um einstaka ferðamannaparadís.
*Bættar samgöngur þýða meiri umferð sem aftur kallar á meiri þjónustu á svæðinu.
*Þrátt fyrir bættar samgöngur á lálendi, þá kallar aukinn ferðamannastraumur á áframhaldandi ferjusiglingar.
Aðalsteinn Óskarsson:
*Könnun meðal farþega í Baldri 19-26. júlí 2004. *Helmingur farþega voru erlendir ferðamenn 2/10 voru þýskumælandi.
*Hlutfall erlendra ferðamanna var 44% með góða menntun. Flestir voru að koma í fyrsta sinn. Íslendingar 50/50.
*Margir nota ferjuna einungis aðra leiðina eða um 80%.
*Tilgangur ferðar er í flestum tilfellum að njóta landsins. Um 80% á eigin vegum.
*Hlutfall útlendinga á bílaleigubílum var um 50%, íslendingar voru um 90% á einkabílum.
*Gisting-Útlendingar voru á hótelum og gistiheimilum, íslendingarnir á tjaldstæðum og í sumarhúsum. Einungis 9% íslendinga sem fóru á hótel.
*Fjöldi gistinátta er um 2-3, íslendingar eru um 4 nætur.
Upplýsingaöflun.
*Viðkomustaðir ferðamanna eru, Látrabjarg, Patreksfjörður, Flókalundur, Dynjandi, Ísafjörður.
*Afþreying, sund og gönguferðir, það er það sem mest er notað.
*Falleg náttúra, ættartengsl, fuglaskoðun og Látrabjarg.
*Baldur er valkostur sem erlendir ferðamenn nota í ferðum sínum um landið. Einnig á þetta við um íslendinga, en þá í minna mæli. Flatey dregur einnig að.
*Baldur er mikilvægur hlekkur fyrir ferðaþjónustu á Vestfjörðum.
Pallborðsumræða og fyrirspurnir.
Úlfar B. Thoroddsen:
*Það þarf að eiga tvær greiðar leiðir, þ.e. landleiðina og sjóleiðina.
*Nauðsynlegt að hafa öflugri Baldur til að þjóna svæðinu og ferðamönnum yfir sumarið.
*Engin rök að Baldur dragi úr framkvæmdahraða nýrra vega. Þungaflutningar eru að aukast og vegakerfið á svæðinu að versna í hlutfalli við það, þ.e. þeir malavegir sem eru þola illa þetta álag.
*Breiðafjörðurinn er eitt ferðamannasvæði og er Baldur þýðingamikill hlekkur í því sambandi. Góð og betri ferja=>Meira flæði ferðamanna á svæðið.
Þórólfur Halldórsson:
*Nauðsyn ferjusiglinga fyrir Flatey.
*Hvaða áhrif hefur ferjan á uppbyggingu vegakerfisins.
*Baldur eða einhverskonar ferja verður að vera áfram, óháð uppbyggingu vegakerfisins.
Magnús Valur Jóhannsson:
*Ferjur eru reknar það sem ekki er um heilsárs samgöngur að ræða.
*Eins og staðan er í dag, þá er gert ráð fyrir að ferjusiglingar styrktar af opinberu fé falli niður í náinni framtíð.
*Bundið slitlag komið á veginn til Reykjavíkur 2014-20.
Óli Jón Gunnarsson:
*Ekki samkeppni milli vega og ferja.
*Nauðsynlegt að fá öflugra skip til að þjónusta yfir Breiðafjörð.
Hjörtur Árnason:
*Rekstur Baldur skiptir máli.
*Baldur meira en þjóðvegur, hann þjónar ferðamönnum.
*Ferjan er nauðsynlegur hluti af vegakerfinu, skiptir miklu máli fyrir ferðamálin á svæðinu.
Sigurður Viggóson:
*Hann telur að ferjan verði ekki styrkt eftir að vegurinn verði greiðfær.
*Þegar Baldur var byggður, þá er það skoðun margra að hann hafi þýtt það að minni peningar hafi verið settir í vegamálin á meðan verið var að borga ferjuna.
*Ferja er nauðsynleg, en ekki sú sem er í dag, hún er úr sér gengin.
*Flutningsþörf er að verða meiri og Baldur annar ekki þeirri þörf í dag, flutningar að fara af sjónum á vegina.
*Stærri Baldur til næstu 10 ára.
Guðmundur Sævar Guðjónsson:
*Hann lítur svo á að Baldur sé hluti af samgöngukerfi svæðisins.
Haukur Már Sigurðsson:
*Stærri ferja, aukinn hraði, meiri tíðni.
*Við núverandi samgöngur, þá er ferjan algerlega nauðsynleg.
Ólafur Sveinn Jóhannesson
*Ferjan þarf að vera til staðar ásamt því að haldið verði áfram við lagfæringu á núverandi vegakerfi.
*Nauðsynlegt að setja upp upplýsingarmiðstöð í Baldur.
*Nýr Baldur er nauðsynlegur.
Aðalsteinn Óskarsson:
*Sér ekki að það verði ferjurekstur þegar nýr vegur verður kominn.
*Hægt að leigja ferju.
Pétur Ágústsson:
*Samningur er í burðarliðnum.
*Hugsanlegt að hætt verði siglingum yfir Breiðafjörð yfir vetramánuðina, eftir 3 ár.
*Á liðnum vetri hefur þurft að vísa frá flutningabílum.
*Til eru notaðar ferjur sem þyrfti að laga lítilsháttar sem henta á svæðið.
*Stærra skip, meiri tekjur, betri nýting.
Guðmundur Guðlaugsson:
*Vegakerfið og ferjusiglingar eiga að vera óskyld mál.
*Baldur er nauðsynlegur fyrir atvinnulífið og ferðaþjónustu.
*Það þarf nýja hugsun með ferju frá því sem er í dag, það þarf að horfa til framtíðar svæðisins og taka ákvarðanir út frá því.
Skjöldur Pálmason:
*Í 80% tilfella fara flutningar af svæðinu með Baldri.
*Vegakerfið þarf að taka við auknum flutningum, þar sem sjóflutningar eru að leggjast af.
*Nútímasamfélag þarf öruggar samgöngur.
Páll Hauksson:
*Hann vildi ítreka að menn töluðu um stöðuna eins og hún væri í dag, þegar verið væri að ræða um ferjusiglingar.
Sigurður Viggóson:
*Ferjan verður að vera áfram.
Óli Jón Gunnarsson:
*Ferjan verður að vera áfram til styrkingar fyrir svæðið.
Bergþór Ólason:
*Ítrekaði mikilvægi Baldur fyrir svæðið við Breiðafjörð.
*Baldur hættir ekki vetrarsiglingum að minnstakosti ekki fyrr en vegakerfið getur tekið við.
*Skýr skilaboð til ráðherra, ferja og bættur vegur.
Tekið saman af Kristni Jónassyni, bæjarstjóra í Snæfellsbæ.
Þátttakendur:
Aðalsteinn Óskarsson Fjórðungssamband Vestfirðinga
Oddur Guðmundsson Patreksfirði
Kolbrún Pálsdóttir Patreksfirði
Ólafur B. Baldursson Patreksfirði
Davíð Sveinsson Stykkishólmi
Geir Geirss. Patreksfirði
Úlfar B. Thoroddsen Patreksfirði
Guðm. Sævar Guðjónsson Bíldudalur
Jónas Þór Patreksfirði
Þuríður G. Ingimundardóttir Patreksfirði
Guðm. Guðlaugsson Vesturbyggð
Ingólfur Kjartansson Tálknafirði
Ólafur Sv. Jóhanness. Tálknafirði
Helgi Rúnar Auðunsson Patreksfirði
Trausti Aðalsteinsson Patreksfirði
Páll Hauksson Patreksfirði
Sigurjón Árnason Patreksfirði
Egill Össurarson Patreksfirði
Ari Ívarson Patreksfirði
Guðný Elínborgardóttir Patreksfirði
Sævar Ólafsson Patreksfirði
Alda Davíðsdóttir Patreksfirði
Pálmey Gróa Bjarnadóttir Patreksfirði
Skjöldur Pálmason Patreksfirði
Jóhann Ó Steingrímsson Patreksfirði
Sigurður Viggósson Patreksfirði
Leifur Ragnar Jónsson Patreksfirði
Haukur Már Sigurðsson Patreksfirði
Heiðar Jóhannsson Tálknafirði
Eyrún Ingibj. Sigþórsdóttir Tálknafirði
Kristinn Jónasson Snæfellsbæ
Pétur Ágústsson Stykkishólmi
Svanborg Siggeirsdóttir Stykkishólmi
Áslaug Alfreðsdóttir Ísafirði
Ólafur Örn Ólafsson Ísafirði
Leifur Halldórsson Patreksfirði
Hjörtur Árnason Borgarnesi
Kristján Viggósson Siglingastofnun
Jóhann Guðmundsson Samgönguráðuneyti
Magnús Valur Jóhansson Vegagerðin
Elías Jónatansson Fjórðungssamband Vestfirðinga
Helga Haraldsdóttir Samgönguráðuneytið
Óli Jón Gunnarsson Stykkishólmbær
Ólafur Sveinsson SSV
Sigríður Finsen Grundarfjarðarbæ
Pétur Rafnsson Ferðamálasamtök Íslands
Elsa Reimarsdóttir Fjórðungssambandi Vestfirðinga