Samgönguráðherra hefur skipað vinnuhóp sem ætlað er að gera tillögu að heildarstefnu um framtíðarskipan eignarhalds og reksturs vita á Íslandi

Vinnuhópnum er ætlað að gera tillögur að eftirfarandi:
    • – Hvaða vitajarðir má selja vegna hagsmuna vitaþjónustu.

    • – Hvaða vitajarðir ætti að leigja til eflingar ferðaþjónustu.

– Hvaða vitajörðum ætti að halda í ábúð.
– Gera tillögur um afmörkun landa sem fylgja þarf vitunum á hverri jörð.
– Setja fram ábendingar um annað er varðar vita og vitajarðir.

Formaður vinnuhópsins er Karl Alvarsson, lögfræðingur í samgönguráðuneyti. Auk hans vinna að málinu:
Hermann Guðjónsson, siglingamálastjóri
Ólafur Þ. Jónsson, fyrrverandi vitavörður
Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður
Birkir Jónsson, alþingismaður og
Baldur Bjartmarsson, forstöðumaður rekstrarsviðs Siglingastofnunar Íslands sem er starfsmaður hópsins. 

Hópnum er ætlað að ljúka störfum um mitt ár 2005.