Síðasta færsla hér á síðunni segir frá fundi á Höfn í Hornafirði. Sá fundur var mjög vel sóttur, en um 90 manns mættu á Hótel Höfn. Þá var í gær haldinn í Valhöll fundur á vegum borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna um samgöngumál í Reykjavík.
Fundurinn í Valhöll var ágætlega sóttur, en auk ráðherra töluðu þar Inga Jóna Þórðardóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn og Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður Reykvíkinga og nefndarmaður í samgöngunefnd Alþingis.