Á undanförnum dögum hafa verið haldnir þrír kynningarfundir víða um landið á vegum samgönguráðuneytisins um ný hafnalög og fleira sem tengist hafnamálefnum. Síðasti fundurinn verður haldinn á morgun, föstudaginn 13. júní kl. 13:00-15:30 á Hótel KEA, Akureyri.

Á fundunum hafa haldið erindi fulltrúar frá samgönguráðuneytinu, fjármálaráðuneytinu, Siglingastofnun Íslands og Hafnasambandi sveitarfélaga. Guðmundur Hallvarðsson, formaður samgöngunefndar Alþingis hefur verið fundarstjóri. Fundirnir hafa verið vel sóttir og málefnalegir. Þeir sem hafa áhuga á þessum málefnum eru kvattir til að mæta á loka fundinn sem haldinn verður á Hótel KEA á morgun.